Gisting á hálendinu Hveravellir á Kjalvegi

Ferðavísir

Hveravellir Þjófadalaskáli Þverbrekknamúli Hvítárnesskáli

HVERAVALLASKÁLAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Gistiskálarnir á Hveravöllum eru tveir.  Svínavatnshreppur keypti þá af Ferðafélagi Íslands og rekur þá.  Eldri skálinn, frá 1938, er á tveimur hæðum.  Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, eldhús og forstofa en svefnloft á hinni efri.  Húsið rúmar allt að 35 manns í rúmum.
Yngra húsið var byggt árið 1980.  Þar er svefnsalur með 20 tvíbreiðum kojum, geymslu, eldhúsi, forstofu og herbergi fyrir skálaverði.  Húsin eru bæði hituð með hveravatni og þar er rennandi heitt og kalt vatn. 
Gaseldavélar eru í báðum húsum auk helztu áhalda í eldhúsunum.

 

 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM