Gisting á hálendinu, skáli Útivistar við Sveinstind,
Gönguleiðir
Sér yfir Hólaskjól
Hólaskjól
Þórsmörk-Landmannalaugar


Gisting & tjaldst.
Hálendið

Langisjór Skælingaskáli Skáli Álftavötn Strútsskáli

SKÁLI ÚTIVISTAR við SVEINSTIND
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Skálinn við Sveinstind er suðaustan við fjallið. Aðkoma bifreiða er frá slóða að Langasjó en að skálanum er fylgt stikuðum slóða vatnamælingamanna til austurs. Fyrri hluta sumars geta verið sandbleytur í slóðanum. Gönguleið hefur verið stikuð frá akslóða að Langasjó að skálanum og einnig hefur verið stikuð gönguleið á tindinn frá suðvestri. Frá skálanum er þriggja tíma ganga á tindinn og til baka. Útsýni af Sveinstindi lætur engan ósnortinn, þar blasir Langisjór við í allri sinn dýrð í fjalla- og jökulramma. Einstök sýn er til austurs að Lakagígaröðinni. Af áhugaverðum dagleiðum má nefna göngu inn með Fögrufjöllum. Skaftártungumenn gista í Sveinstindi er þeir smala Fögrufjöll. Húsið var endurreist af Útvistarmönnum haustið 1999 og var það einkar vel heppnuð framkvæmd, því húsið er bjart og hlýtt og sómir sér mjög vel í umhverfinu. Kynt er með litlum olíuofni og þar er jafnframt gashella og allra nauðsynlegustu eldunaráhöld. Á sumrin er drykkjarvatn leitt að húsinu. Svefnpláss er fyrir 22.
Sími: 562-1000
Bóka núna:
 


GPS hnit:  64°05.176´N 18°24.946´W.
Efni af vef Útivistar.

Sveinstindur (1090m) er áberandi, keilulagaður tindur í Fögrufjöllum við suðurenda Langasjávar á Skaftártunguafrétti.  Hann er hæstur fjalla á þessu svæði, sést víða að og útýni af honum er mikið.  Fjallið er auðgengt.  Þorvaldur Thoroddsen gaf því nafn Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM