Meira um Ísland

Fuglar Íslands


Súluvarp Eldey


FUGLAR SUÐVESTURLAND
.

.[Flag of the United Kingdom]
In English

 

 

Höfuðborgarsvæðið er víða vel fallið til fuglaskoðunar.  Tjörnin er einstök í sinni röð, því að þar er eina kríubyggðin, sem til er í höfuðborg.  Auk skógarþrasta hafa auðnutittlingar og maríuerlur komið sér fyrir í borgarlandinu.  Starinn hefur látið æ meira á sér bera á höfuðborgarsvæðinu eftir 1965.  Fátt er um fugla við og á höfninni um varptímann, en mávategundum fjölgar, þegar líður á sumarið og í oktober er þar að finna allt að átta tegundum eftir að bjartmávurinn kemur frá Grænlandi.  Á Gróttusvæðinu er upplagt að skoða fjörufuglana á vorin og haustin.  Algengustu varpfuglarnir eru sandlóa, lóuþræll og sendlingur auk rauðbrystings, tildru og sanderlu, sem eru fargestir.

Á Reykjanesskaganum eru fuglabjörg í Hafnabergi og Krýsuvíkurbjargi.  Þar eru toppskarfar, síla- og bjartmávar, álka, Lundi, langvía og stuttnefja.  Teista býr víðast um sig í sprungum og í skjóli stórgrýtisins neðst í fuglabjörgunum.  Þórshani fannst til skamms tíma við Sandgerði og sendlingur og snjótittlingur verpa umhverfis bæinn.  Við Garðskagavita er eini opinberi fuglaskoðunarstaður landsins.

Eyjarnar í Kollafirði eru líka upplagðar til fuglaskoðunar.  Þar verpa m.a. lundi, teista og fleiri sjófuglar.  Tjarnirnar og óbyggð svæði á Álftanesi eru viðkomustaður farfugla, s.s. margæsar.  Fýllinn hefur búið um sig um allt land, bæði í fuglabjörgum og hamrabeltum, sums staðar langt frá sjó.  Álftir eru alls staðar á landinu, s.s. á Meðalfellsvatni, þar sem oft má sjá himbrima auk straumanda við útfallið.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM