Hnúfubakurinn
hér við land er oftast 12,5-13 m langur.
Kvendýrin vega 30-48 tonn og karldýrin 25-35. Lífslíkur hans eru u.þ.b. 95 ár.
Bægslin eru löng, venjlega svört eða svört og hvít að ofan
of hvít að neðan og frambrúnir þeirra eru hnúðóttar.
Sporðurinn er svart- og hvítmunstraður að neðan og hægt er
að þekkja einstaklinga á þeim.
Litamunstrið á hálsi og brjósi er mismunandi.
Skíðin eru dökkgrá.
Hnúfubakar
eru í öllum heimshöfum. Í
Noður-Atlantshafi eru þeir allt frá Vestur-Indíum og Norðvestur-Afríku
að ísbrúninni í norðri. Mökunin
er í marz-maí á leiðinni norður, meðgöngutíminn er 11 mánuðir
og kýrnar bera flestar á tveggja ára fresti.
Kálfurinn er 4½-5 m langur við fæðingu og er 5 mánuði á
spena.
Fæðan
er aðallega ljósáta og einnig loðna, síld o.fl. fisktegundir.
Hnúfubakar sjást oftast í vöðum, 2-20 dýr, og eru tiltölulega
hægsyndir. Forvitnin
dregur þá oft að skipum og stundum stökkva þeir alveg upp úr sjó.
Köfun tekur 15-20 mínútur í einu og oft sýna þessir hvalir
talsvert hugvit, þegar þeir reka saman dreifðar smáfiskatorfur með
loftbólum neðanfrá og fylla síðan ginin á uppleið.
Þeir syngja mikið á fengitímanum og sjást oft nær ströndum
en aðrir stórir hvalir.
Hnúfubakur
var orðinn sjaldgæfur við Íslandsstrendur eftir ofveiði Norðmanna
og hann hefur verið friðaður frá 1955.
Hann var algengastur við austur- og suðausturströndina, en var
veiddur alls staðar í kringum landið.
Talið er, að hluti stofnanna haldi til í norðurhöfum á
veturna. Þeir hverfa líklega
suður á bóginn til að bera og koma aftur á sumrin.
Bandarískir skutlar hafa fundizt í dýrum við Norður-Noreg.
Hnúfubakar
eru tiltölulega algeng sjón í hvalaskoðunarferðum víða um land. |