Grafarkirkja,

Allt um Ísland


GRAFARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Grafarkirkja er í Hofsósprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Gröf er innsti bær á Höfðaströnd, skammt sunnan Hofsóss. Þar var bænhús í katólskum sið og síðar en lagt niður með konungsbréfi 1765. Húsið stóð þó áfram og var endurbyggt og notað sem skemma.

Árið 1953 endurvígði biskup Íslands bænhúsið, sem hafði verið fært í upprunalegan búning. Það er að stofni til elzta guðshús hérlendis og er í umsjón Þjóðminjasafnsins. Séra Hallgrímur Pétursson fæddist að Gröf 1614. Gröf var ætluð sem dvalarstaður ekkna biskupa á Hólum á 17. og 18. öld.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM