Ketukirkja,

Allt um Ísland


KETUKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ketukirkja er í Sauðárkróksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Keta er bær og kirkjustaður í Skefilstaðahreppi á utanverðum Skaga að austan. Þar var útkirkja frá Hvammi í Laxárdal en sóknin var lögð til Sauðárkróks, þegar Hvammsprestakall var lagt niður 1975 (1970 með lögum).

Timburkirkjan með járnklædda þakinu, sem nú stendur í Ketu, var byggð 1895-96 og stendur á grunni úr hellugrjóti, sem síðar var steypt utan um. Sæti er fyrir 55 manns og yfirsmiður var Árni Guðmundsson, trésmíðameistari, frá Víkum. Kirkjan er turnlaus með fjórum bogagluggum. Klukkurnar eru í litlu porti á vesturgafli hússins. Á prédikunarstólnum eru einu skreytingar kirkjunnar, myndir af Kristi og tveimur postulum. Altaristaflan er eftir Jóhann Briem. Oblátudiskur og kaleikur eru merkisgripir úr tini.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM