Laufáskirkja,

Allt um Ísland


LAUFÁSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Laufáskirkja er í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Staðurinn Laufás kemur fljótt við sögu eftir að land byggðist. Kirkjur hafa staðið þar frá fyrstu kristni og voru helgaðar Pétri postula í katólskum sið.

Núverandi kirkja var byggð 1865, 62 m², og rúmar 110 manns í sæti. Yfirsmiður var Tryggi Gunnarsson (Hallgilsstaðir, S.-Þing.) og verkstjóri og aðalsmiður Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Dalsmynni.

Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, sem ber ártalið 1698. Á honum eru útskornar myndir guðspjallamannanna fjögurra og Kristur konungur fyrir miðju með ríkiseplið í vinstri hendi. Fangamark séra Geirs Markússonar, sem var prestur í Laufási á þessum tíma, er efst á stólnum.

Tryggvi Gunnarsson gróðursetti reynivið, sem stendur við austurgafl kirkjunnar á leiði foreldra sinna. Séra Björn Halldórsson var aðalhvatamaður byggingar kirkjunnar 1865. Hann lét einnig byggja upp bæinn á árunum 1866-1870.

LAUFÁS
LAUFÁS NÁNAR

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM