Reykjahlíðarkirkja,

Allt um Ísland


REYKJAHLÍÐARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Reykjahlíðarkirkja er í Skútustaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Reykjahlíð var bær og kirkjustaður en nú smáþorp og mikill ferðamannastaður við Mývatn norðaustanvert.

Í Mývatnseldum fyrri, 1724-1729, tók Reykjahlíðarbæinn af og hraunstraumurinn fór báðum megin við kirkjuna án þess að skemma hana. Guðlegri forsjón var þakkað. Katólskar kirkjur í Reykjahlíð voru helgaðar heilögum Lárentíusi.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1958-1962. Jóhannes Sigfússon á Grímsstöðum teiknaði hana og smíðaði. Hún tekur 120 manns í sæti og á marga góða gripi, m.a. skírnarsá, sem Jóhannes Björnsson á Húsavík skar út auk myndskurðar á prédikunarstólnum. Batikmyndirnar í kórnum eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM