Siglufjarðarkirkja,

Allt um Ísland


SIGLUFJARÐARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Siglufjarðarkirkja er í Siglufjarðarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Kirkja hefur verið á Siglufirði síðan 1614, en var áður á Siglunesi. Steinsteypukirkjan, sem nú stendur, var byggð 1932. Allmikið húsrými er á kirkjulofti og þar var gagnfræðaskóli Siglufjarðar starfræktur um alllangan tíma. Safnaðarheimili var vígt á loftinu árið 1982. Arne Finsen, arkitekt, teiknaði kirkjuna en Einar Jóhannsson og Jón Guðmundsson voru byggingameistarar.

Sverre Tynes var yfirsmiður. Steint gler var sett í glugga kirkjunnar 1974. María Katzgrau teiknaði þá en Oidtmannbræður í Þýzkalandi gerðu þá. Meðal góðra gripa kirkjunnar má nefna altaristöfluna frá 1726 (síðasta kvöldmáltíðin) og aðra frá 1903, sem sýnir Krist í grasagarðinum eftir Anker Lund. Þriðja altaristaflan með mynd af Kristi, þar sem hann birtist sjómönnum í hafsnauð, er eftir Gunnlaug Blöndal. Skírnarsárinn er eftir Ríkharð Jónsson.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM