Staðarkirkja í Hrútafirði,

Allt um Ísland

Skessan við Tröllakirkju      

STAÐARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Staðarkirkja er í Prestbakkaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staður er bær, kirkjustaður, gisti- og þjónustustaður í Staðarhreppi við austanverðar leirur Hrútafjarðar. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður.

Timburkirkjan með turni og sönglofti, sem nú stendur þar, var byggð 1884. Hún tekur um 80 manns í sæti. Sigurður Sigurðsson, faðir Stefáns skálds frá Hvítadal, var yfirsmiður. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni árið 1950.

Meðal góðra gripa hennar er tréskurðarskreyting á austurgafli, yfir altarinu. Þar er forn altaristafla, máluð á tré, sem sýnir kvöldmáltíðina. Prestssetur á Stað var lagt niður með lögum 1885 en aftur varð Staður prestssetur á árunum 1904-1920, þegar Eiríkur Gíslason (1857-1920), prófastur, fékk að sitja í stað Prestsbakka í Bæjarhreppi.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM