Tjarnarkirkja í Svarfaðardal,

Allt um Ísland


TJARNARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Tjarnarkirkja er í Dalvíkurprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Tjörn er bær og kirkjustaður í Svarfaðardal. Þar var prestssetur til 1917, þegar sóknin sameinaðist Vallaprestakalli en 1967 var prestssetrið flutt að Dalvík. Fyrr á öldum var útkirkja að Urðum og Upsum frá 1859, þegar prestssetrið þar var lagt niður.

Katólskar kirkjur á Tjörn voru helgaðar Maríu guðsmóður, Mikael erkiengli, Jóhannesi skírara og Andrési postula. Timburkirkja á hlöðnum grunni var byggð 1892 og vígð 5. júní á hvítasunnudag sama ár. Hún tekur 60-70 manns í sæti.

Jón Stefánsson á Dalvík var yfirsmiður. Kirkjunni hefur verið breytt í gegnum tíðina. Hvelfingu var bætt í hana skömmu fyrir aldamótin 1900. Söngloftið var tekið niður 1925. Hinn 20. september árið 1900 skekkti suðvestan hvassviðri kirkjuna á grunninum og færðist til. Nokkru síðar rétti norðanhvassviðri hana við og færði hana aftur á grunninn, svo að mun auðveldara var að gera við hana.

Valgerður Hafstað teiknaði þrjá steindar rúður kirkjunnar eftir fyrirmyndum í Þjóðminjasafni og eiginmaður hennar, Yves Enard, gerði þá. Kristján Eldjárn teiknaði skírnarsáinn og Tryggi Samúelsson smíðaði hann. Guðmundur Þorsteinsson skar hann út.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM