Vallakirkja,

Allt um Ísland


VALLAKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Ferðaheimur

Vallakirkja er í Dalvíkurprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Vellir eru bær, kirkjustaður og prestssetur fyrrum í utanverðum Svarfaðardal. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi.

Kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð 1861 og vígð annan í jólum sama ár. Þorsteinn Þorsteinsson á Upsum var yfirsmiður. Kirkjan er út timbri, standklædd í upphafi en asbestplötur voru settar á hana árið 1930. Það gafst illa og hún var færð í upprunalegt horf. Hún er turnlaus og hvelfing hennar er skreytt með stjörnum.

Fjórir uppistandarar frá gólfi upp í bita mynda kórdyr. Milli þeirra eru 5 bogar, prýddir útskurði og listilega málaðir, gerðir af Agli Halldórssyni, smiði, sem vann að byggingunni. Prédikunarstóllinn er frá 1747 og gömul altaristafla sýnir kvöldmáltíðina. Í kirkjunni er líka gamall ljósahjálmur og tvær koparljósastikur á altari, mjög gamlar. Sóknarkonur gáfu kirkjunni skírnarsá árið 1946. Geir Þormar á Akureyrir skar hann út. Hannes og Kristján Vigfússynir skáru út fallegan prestspaða. Klukknaportið var byggt framan við kirkjuna 1951 og Zóphónías Þorkelsson í Winnipeg, sem var fæddur í Vallasókn, gaf kirkjunni stóra klukku 1947.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM