Víðirhólskirkja,

Allt um Ísland


VÍÐIRHÓLSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Víðirhólskirkja er í Skútustaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Víðirhóll er eyðibýli og kirkjustaður á Hólsfjöllum. Þar var fyrst byggt 1836. Fjallasókn varð til 1859 og torfkirkja reist á Víðirhóli og vígð 1864. Þá voru liðlega 100 manns í sókninni.

Kirkjan var útkirkja frá Skinnastað til 1880, þegar hún og Mörðudalssókn voru gerð að sérstöku prestakalli, Fjallaþingum. Það var lagt niður 1907 en Víðirhóll var prestssetur til 1883. Víðirhóll varð útkirkja frá Skinnastað 1907-1966. Steinsteypta, turnlausa kirkjan, sem nú stendur á Víðirhóli, var byggð og vígð 1926. Víðirhóll fór í eyði 1964.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM