Breiðabólsstaðarkirkja,

Meira um Ísland


BREIÐABÓLSSTAÐARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Breiðabólsstaðarkirkja er í Breiðabólsstaðarprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Hún var byggð 1911-1912 í neðanverðri Fljótshlíð. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður. Útkirkja er á Hlíðarenda.

Breiðabólstaður var talinn eitt bezta brauð landsins fyrrum og sagt, að þaðan hafi enginn prestur farið nema til að verða biskup. Dæmi þess eru mörg, s.s. Jón Ögmundsson (1052-1121), sem varð fyrsti biskupinn á Hólum árið 1106. Ögmundur Pálsson varð ábóti í Viðey áður en hann varð síðasti katólski biskupinn í Skálholti.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM