Hagakirkja,

Meira um Ísland


HAGAKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hagakirkja er í Fellsmúlaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Í katólskum sið voru kirkjunar í Haga í Holtum (Rang.) helgaðar Pétri postula. Hagi er í Fellsmúlaprestakalli.

Núverandi kirkja var byggð árið 1891 og vígð sama ár og árið 1957 var hún lagfærð verulega. Í henni er skírnarsár eftir Ríkharð Jónsson, minningargjöf um séra Ófeig Vigfússon í Fellsmúla á aldarafmæli hans 3. júlí 1965. Hann sat áður í Guttormshaga en þjónaði síðan Hagasókn vel og lengi frá Fellsmúla.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM