Laugardælakirkja,

Meira um Ísland


Bobby Fischer


LAUGARDÆLAKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Laugardælakirkja er í Hraungerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var vígð 1965. Systkini Guðjóns Vigfússonar frá Þorleifskoti, sem lézt 1962, byggðu hana til minningar um hann. Ári áður hafði Selfosssókn verið skipt í Selfosssókn og Laugardælasókn. Kirkjan er úr steinsteypu, 300 m² með pípuorgeli og tekur 70 manns í sæti. Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi, teiknaði hana og Sigfús Kristinsson, byggingarmeistari á Selfossi, var kirkjusmiður. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Guði, Maríu mey og heilagri Agötu. Þar var aðalkirkja til 1752 en síðan útkirkja frá Hraungerði.

Árið 1957 var vígð ný kirkja á Selfossi og Laugardælasókn lögð til hennar, nema nokkrir bæir, sem færðust til Hraungerðissóknar. Staðurinn var kirkjulaus í nokkur ár, þar til nýja kirkjan var byggð.

Jörðin er stór með sex hjáleigum en nokkuð rýrnaði hún, þegar Selfosshreppur var stofnaður 1947.  Laugardælur voru einn fjölfarnasti lögferjustaður landsins þar til brúin var byggð yfir Ölfusá hjá Selfossi 1891.

Búnaðarsamband Suðurlands á jörðina og þar var rekin tilraunastöð í nautgriparækt frá 1952.  Þarna er einnig kynbótastöð fyrir nautgripi og sauðfé.
Bobby Fischer fyrverandi heimsmeistari í skák og íslenskur ríkisborgari er jarðsettur í kirkjugarði Laugdælakirkju 2008.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM