Mosfellskirkja,

Meira um Ísland


MOSFELLSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Mosfellskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð 1848. Bjarni Jónsson, snikkari, var kirkjusmiður. Kirkjan hefur verið mikið endurbætt og hún var endurvígð 15. júlí 1979. Prédikunarstólinn gerði Ámundi Jónsson, smiður í Langholti, og Ófeigur Jónsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit á einnig verk í kirkjunni. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður.

Útkirkjur eru í Miðdal, á Stóru-Borg, Búrfelli og Úlfljótsvatni. Snemma á 20. öld stóð til að leggja Mosfells-, Búrfells- og Klausturhólakirkjur niður og sameina sóknirnar um nýja kirkju að Stóru-Borg. Hún var byggð og Klausturhólakirkja lögð af, en ekki varð meira úr framkvæmdinni.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM