Ólafsvallakirkja,

Meira um Ísland


ÓLAFSVALLAKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ólafsvallakirkja er í Stóra-Núpsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð 1897 og tekur 120 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður.

Altaristafla eftir Baltasar sýnir kvöldmáltíðina. Þorsteinn Guðmundsson, málari, málaði hina altaristöfluna, sem er mynd af krossfestingunni. Prestssetur var á Ólafsvöllum til 1925, þegar staðurinn var lagður til Stóra-Núps.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM