Prestbakkakirkja,

Meira um Ísland


PRESTSBAKKAKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kirkjan er í Kirkjubæjarklausturprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Kirkja var lögð af á Klaustri og ný reist á Prestbakka 1859. Jóhannes Jónsson úr Reykjavík var yfirsmiður. Prestsbakkakirkja er úr timbri með forkirkju og sönglofti. Hún tekur u.þ.b. 200 manns í sæti.

Árið 1910 var hún skreytt og máluð af Einari Jónssyni, málara. Gréta og Jón Björnsson skýrðu og lagfærðu verk Einars á aldarafmæli kirkjunnar. Skírnarsáinn gerði Ríkharður Jónsson. Myndirnar á honum visa til eldmessunnar 1783. Altaristaflan er eftir Anker Lund.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM