Tungufellskirkja,

Meira um Ísland


TUNGUFELLSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Tungufellskirkja er í Hrunaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð úr timbri árið 1856 og tekur aðeins 35 manns í sæti. Í sókninni eru bara fjórir bæir.

Í kirkjunni eru tvær fornlegar klukkur og lítill silfurkaleikur með patínu. Í Þjóðminjasafni er varðveittur mikill kjörgripur úr kirkjunni, smeltur kross frá 13. öld.. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Andrési postula. Þá voru þær útkirkjur frá Reykjadalsprestakalli en frá Hruna síðan 1819, þegar Reykjadalsbrauð var sameinað Hrunaprestakalli.

Kirkjan hefur verið í eigu og umsjá Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1987. Árið 1991 hófust viðgerðir á vegum safnsins en framkvæmdir hafa legið niðri um nokkurt skeið.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM