Lágafellskirkja,

Meira um Ísland


LÁGAFELLSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Lágafellskirkja er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saga Lágafellskirkju hefst með konungsbréfi frá árinu 1774 þar sem skipað var að sameina Mosfells- og Gufunessóknir í eina. Þessi tilskipun var afturkölluð tveim árum síðar. Hugmyndin kom fram aftur rúmri öld síðar eða 1886 þegar Magnús Stephensen, landshöfðingi, gefur út tilskipun um að sameina sóknirnar og leggja af kirkjurnar á Mosfelli og í Gufunesi en reisa nýja kirkju á Lágafelli.

Vorið 1889 var risin ný kirkja á Lágafelli og vígð. Hún er timburkirkja á steingrunni.  Yfirsmiður var Hjörtur Hjartarson.  Miklar endurbætur og viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni síðar, þær mestu 1956 þegar kirkjan var lengd um 3 metra og kórnum bætt við.  Auk þess var gert við hana skrúðhús norður úr kórnum. Settir voru nýir bekkir, sem enn eru. Þeir hafa nú verið
bólstraðir.  Árið 1989 var skrúðhúsið stækkað og skrúðhússal bætt við (Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson).  Kirkjan tekur 160-180 manns í sæti. Var kirkjan endurvígð að þessum aðgerðum loknum.
Lágafellskirkja var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursávæði 1. mgr. 36 gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Söguslóðir Suðvesturland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM