Staðarkirkja á Reykjanesi,

Meira um Ísland


STAÐARKIRKJA á REYKJANESI

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Staðarkirkja er lítið breytt frá upphaflegri gerð, með turni yfir vesturstafni. Dyraumbúnaður kirkjunnar er skrautlegur, beggja vegna dyra eru hálfsúlur með súlnahöfðum í einfölduðum samsettum stíl. Þetta er ein af fyrstu timburkirkjunum sem upphaflega var máluð, en ekki tjörguð, en tilheyrir þó eldri gerð kirkna með þakturni.

Illa var komið fyrir kirkjunni þegar ákveðið var að taka hana á fornleifaskrá árið 1964, hundrað árum eftir að hún var reist. Yfirbyggingin var fúin og skæld, en steinhlaðin undirstaðan úr lagi gengin. Þjóðminjasafnið fékk Bjarna Ólafsson smið til viðgerða skömmu síðar og var kirkjunni þá lyft af grunni, undirstöðurnar hennar voru styrktar og henni komið fyrir á nýjun undirstöðum. Veggirnir eru klæddir listasúð að utanverðu og á þaki er rennisúð. Gert var við kirkjuna á ný á árunum 1992-97. Fyrir dyrum stendur að mála hana að utanverðu og blettamála að innanverðu, en slíkt krefst mikillar fagmennsku.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM