Árneskirkjur,

Meira um Ísland


ÁRNESKIRKJUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Árneskirkja er í Árnesprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi.  Árnes er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Trékyllisvík.  Séra Ljótur Refsson er fyrsti presturinn, sem getið er þar, 1237 (Flóabardagi 1244).

Sóknin er ein hin víðlendasta á landinu en orðin mjög fámenn og hefur löngum verið þjónað frá Hólmavík.

Gamla kirkjan, sem enn stendur uppgerð 1990-92, var vígð 1850.  Hún er elzta húsið á Ströndum.  Altaristaflan er eftir Carl Fries (1859).  Ljóshjálmur og skírnarskál eru forn og kaleikurinn frá 1786.

Hin nýja var vígð í september 1991.  Hún stendur hinum megin við þjóðveginn.  Guðlaugur Gauti Jónsson, arkitekt, teiknaði hana.  Útlit hennar er sótt í Reykjaneshyrnu.  Blágrýtisstuðlarnir, sem standa undir altarinu, voru teknir úr fjörunni í sveitinni.

Fyrrum var líklega verið kirkja að Bæ.  Þar mótar fyrir kirkjugarði. Þjóðsagan segir, að hún hafi verið flutt að Árnesi vegna þess að þar sást loga ljós á kvöldin og var staðurinn því talinn helgari.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM