Borgarkirkja,

Meira um Ísland


BORGARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Borgarkirkja í Borgarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Hún var byggð 1880. Í katólskum sið voru kirkjurnar helgaðar Mikael erkiengli. Útkirkjur eru á Álftanesi, í Álftártungu og á Ökrum. Líklega hefur verið kirkja að Borg frá árinu 1003, þannig að þar er vafalítið elzti kirkjustaður á Vesturlandi.  Forkirkjan er frá 1891 og söngloft smíðað síðar.  Kirkjan var flutt til á hlaðinu árið 1951.  Bogadregnir gluggar settir í síðar og veggir múrhúðarir og enn síðar álklæddir.


Í Laxdælu segir að lokinni frásögn af vígi Kjartans Ólafssonar: „Þorsteinn Egilsson hafði gera látið kirkju að Borg. Hann flutti lík Kjartans heim með sér, og var Kjartan að Borg grafinn. Þá var kirkja nývígð og í hvítavoðum".

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM