Kolbeinsstaðakirkja,

Meira um Ísland


KOLBEINSSTAÐAKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kolbeinsstaðakirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Hún var byggð úr steinsteypu 1933 og vígð 1934. Þórarinn Ólafsson var yfirsmiður. Meðal góðra gripa kirkjunnar er silfurkaleikur frá 14.-15. öld, altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson, listmálara, patína og brauðöskjur frá 1725, gotneskt Kristslíkneski úr kopar og forna koparstjakar. Skírnarskálin er frá 1732 og útskorinn umbúnaður hennar er eftir Friðrik Friðleifsson

Katólsku kirkjurnar voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður, Pétri postula, Magnúsi eyjajarli, heilögum Nikulási, heilögum Dóminíkusi og öllum heilögum mönnum. Kolbeinsstaðir voru prestssetur til 1645, þegar sóknin var lögð til Hítarnesþinga og síðar Sölulholtsprestakalls.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM