Setbergskirkja,

Meira um Ísland


SETBERGSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Setbergskirkja er í Setbergsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.  Hún var byggð 1892 af Sveini Jónssyni snikkara úr Stykkishólmi. en í henni er að finna muni úr eldri kirkjum.  Þetta er lítil og snotur, turnlaus kirkja úr timbri  Hún var helguð heilögum krossi í katólskri tíð.

Á Setbergi hefur verið kirkja frá því á 12 öld.  Meðal merkra klerka, sem sátu staðinn, var Steinn Jónsson (1660-1739), sem varð biskup á Hólum 1711.  Hann lét prenta alla biblíuna á Hólum 1728 í þriðja skiptið hérlendis.  Þessi útgáfa var kennd við hann.  Áður höfðu komið út Guðbrandsbiblía 1584 og Þorláksbiblía 1644.

Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, sem ræktaði líklega fyrstur manna kartöflur hérlendis, var prestur á Setbergi í nokkur ár og dvaldi þar hjá eftirmanni sínum, Birni Þorgrímsyni (1750-1866), sem samdi æviminningar hans, til dauðadags.   Margir aðrir merkir prestar sátu staðinn síðar.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM