Áskirkja,

Meira um Ísland


ÁSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Áskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi.  Ás er fyrrum prestssetur, bær og kirkjustaður í Fellum.  Þar var kirkjan helguð Maríu guðsmóður í katólskri tíð.  Talið er líklegt, að þarna hafi verið kirkja frá upphafi kristni.  Páll biskup Jónsson getur kirkju í Ási í kirknatali sínu frá því um 1200.  Ás hélzt í bændaeing til 1662.  Þá keypti Brynjólfur biskup Sveinsson jörðina og ánafnaði hana kirkjunni.  Prestar sátu jörðina eftir það í rúmlega tvær aldir (1669-1884).

Prestakallið var lagt niður 1884 og féll undir Valþjófsstað.  Ábúandi jarðarinnar keypti hana árið 1910 og eignarformið varð svipað því, sem fyrrum var.  Sumarið 1851 var reist ný kirkja og hún endurbyggð 1898 (vígð 30. okt.).  Kjartan Vigfússon frá Norðfirði var yfirsmiður  Séra Sigurður Gunnarsson (1848-1936), prófastur, var síðastur presta í Ásprestakalli.  Hann varð síðar prestur á Valþjófsstað og í Stykkishólmi.

Safnaðarfundur Ássóknar samþykkti 13. maí 1956 að „söfnuðurinn taki að sér fjárhald og umsjá Áskirkju og kirkjan verði eign safnaðarins.”  Biskup Íslands, Ásmundur Guðmundsson, heimsótti kirkjuna 30. ágúst 1956 og lýsti samþykki sínu við niðurstöðu safnaðarfundarins.  Kirkjan á marga góða gripi, mjög gamlan kaleik og patínu, annan lítinn kaleik (sagður nýlegur í vísitasíu 1850), altaristöflu (gömul en færð kirkjunni 1850), patínudúk (fagurlega útsaumaður; fyrst getið í úttekt 1832).


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEI