Hofskirkja í Álftafirði,

Meira um Ísland


HOFSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hofskirkja er í Djúpavogsprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Katólskar kirkjur að Hofi voru helgaðar Maríu guðsmóður. Prestssetrið var flutt til Djúpavogs 1905 og núverandi kirkja var byggð 1896 úr járnklæddu timbri. Hún var endurbyggð 1969. Gréta og Jón Björnsson máluðu hana og skreyttu 1955. Altaristaflan er frá 1864. Hún sýnir krossfestingu Krists. Númerataflan er frá 1808 og skírnarsáinn gerði Ríkharður Jónsson (frá Djúpavogi) árið 1969.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM