Hofteigskirkja,,

Meira um Ísland


HOFTEIGSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hofteigskirkja er í Varþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hofteigur er bær, kirkjustaður og prestssetur að lögum til 1957 á neðanverðum Jökuldal. Séra Þorvarður Þormar (1896-1970) var síðasti presturinn þar en hann fluttist brott 1928, Hofteigi var lengi þjónað frá Kirkjubæ í Hróarstungu, síðar frá Eiðum og síðan frá Vallanesi þangað til sóknin var lögð til Valþjófsstaðar árið 1970. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður. Útkirkjur voru á Eiríksstöðum og í Möðrudal. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1883 úr járnklæddu timbri. Hún var standklædd og stendur á steyptum grunni. Árið 1931 var hún verulega endurbætt og endurbyggð á árunum 1970-1972 á kostnað ríkisins, því að hún er ein af fáum lénskirkjum, sem eru eftir í landinu.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM