Möðrudalskirkja,

Meira um Ísland


MÖÐRUDALSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur (1874-1949). Jón smíðaði og skreytti kirkjuna að öllu leyti, þ.m.t. altaristöfluna, sem sýnir fjallræðuna. Fyrrum var prestssetur að Möðrudal en það lagðist niður 1716, þegar staðurinn fór í eyði í nokkur ár.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM