Vopnafjarðarkirkja,

Meira um Ísland


VOPNAFJARÐARKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Vopnafjarðarkirkja er í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1901-1903. Hún er vegleg timburbygging, sem tekur 250 manns í sæti. Þar er altaristafla eftir Jóhannes Kjarval, Frelsarinn talar til fólksins. Kirkjunni er þjónað frá Hofi.

Einhver fegursti og bezt varðveitti torfbær landsins er að Bustarfelli í Vopnafirði. Elztu hlutar hans munu vera frá 1770, þótt hann hafi breytzt mikið síðan. Fremri stofan er frá 1851-52, miðbaðstofan og piltastofan eru frá 1877.  Það var búið í honum til 1966

Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemsson ríkinu gömlu bæjarhúsin með því skilyrði, að þeim yrði haldið við.  Hann varðveitti og safnaði ýmsum nytjamunum í eigu fjölskyldunnar til safnins með mikilli fyrirhöfn.  Suma þeirra keypti hann á uppboðum og aðra fékk hann gefins.  Safnið var opnað opinberlega 1982 en hafði verið einkasafn fram að því.  Þjóðminjasafn Íslands hefur umsjá með því.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM