Árbæjarkirkja Árbæjarsafn,

Söfn á ÍslandiAllt um Ísland


ÁRBÆJARKIRKJA
í Árbæjarsafni

.


 

Árbæjarkirkja er í Árbæjarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.  Kirkjan var upprunalega byggð árið 1842 að Silfrastöðum í Skagafirði.  Hún er systurkirkja Víðimýrarkirkju, sem var byggð á árunum 1834-35.  Upprunalegi kirkjusmiðurinn var Jón Samsonarson, bóndi, smiður og alþingismaður.  Hún var endurreist í Árbæjarsafni árið 1960 og nýtt skrúðhús var byggt við hana árið 1964.

Kirkjusmiður var Skúli Helgason frá Selfossi.  Hann fór að Silfrastöðum og tók tréverkið niður.  Helzti vandinn við endurreisnina var að komast að réttum hlutföllum og útliti kirkjunnar.

Lausnin fannst í vísitasíu frá 1842 í Þjóðskjalasafni.  Þar voru öll mál tilgreind.  Skúli skar út vindskeiðarnar sjálfur og lauk við bygginguna haustið 1960.   Textinn um Víðimýrarkirkju lýsir nánar innviðum og nokkrum kirkjusiðum.

Skrúðhúsið stendur andspænis kirkjudyrum, sem er fátítt á Íslandi.  Það var smíðað með skrúðhúsið að Arnarbæli í Ölfusi að fyrirmynd.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM