Húsavíkurkirkja,

Meira um Ísland


HÚSAVÍKURKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Húsavíkurkirkja er í Húsavíkurprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi.  Hún var vígð 2. júní 1907.  Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt, teiknaði kirkjuna, sem er krosskirkja, byggð úr norskum viði.  Yfirsmiður var Páll Kristjánsson, kaupmaður á Húsavík.  Turn kirkjunnar er 26 m hár.  Hún er frábrugðin öðrum kirkjum að því leyti, að enginn venjulegur predikunarstóll er í henni.  Freymóður Jóhannesson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna að innan árið 1924.

Sveinn Þórarinsson, listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi, málaði altaristöfluna 1930-31.  Hún sýnir upprisu Lazarusar.  Jóhann Björnsson, útskurðarmeistari á Húsavík, gerði skírnarsáinn og aðra útskorna gripi kirkjunnar.  Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964.  Elztu gripir kirkjunnar eru tveir kertastjakar úr tini, sem danskur kaupmaður, Peter Hansen, gaf kirkjunni 1640. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964.  Kirkjan sjálf var vígð 2. júní 1907.

Kirkjan er opin daglega frá 1. júní til 31. ágúst kl. 09:00-11:00 og 15:00-17:00.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM