Gufudalskirkja,

Meira um Ísland


GUFUDALSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Gufudalskirkja er í Reykhólaprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Gufudalur er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í samnefndum dal uppi af Gufufirði. Þar voru katólsku kirkjurnar helgaðar Guði, Maríu guðsmóður og heilögum krossi. Kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð árið 1908. Gufudalsprestakall var lagt af 1907 og sóknin lögð til Staðar á Reykjanesi. Síðasti prestur í Gufudal var séra Guðmundur Guðmundsson (1859-1935), faðir Haralds (1892-1971), sem var ráðherra og sendiherra í Ósló og einn forkólfa Alþýðuflokksins um miðbik 20. aldar.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM