Helgafellskirkja,

Meira um Ísland


HELGAFELLSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Helgafellskirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Árið 1184 var Ágústínusarklaustur flutt að Helgafelli úr Flatey. Eftir það varð staðurinn miðstöð menningar og bókmenntalífs á Vesturlandi. Nokkur merkileg handrit hafa varðveitzt frá þessum tíma, en margt glataðist.  Séra Sigurður Pálsson drukknaði í Helgafellsvatni árið 1624, ári eftir að hann tók við staðnum. Hann fór með tveimur vinnukonum á hriplekum báti út í hólma í vatninu til að sækja egg. Þegar báturinn fylltist af vatni, urðu stúlkurnar ofsahræddar og héldu í prestinn, þar til þau drukknuðu öll. Hermann Pálsson skrifaði sögu Helgafells, Helgafell, saga höfuðbóls og klausturs.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM