Beruneskirkja,

Meira um Ísland


BERUNESKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Bærinn var oft setur höfðingja og stundum sátu þar sýslumenn Sunnmýlinga.  Þing voru haldin þar og sakamenn teknir af lífi eins og örnefni gefa til kynna.  Forn bæjarrúst er friðlýst.  Úti á Karlstaðatanga er viti frá 1922.  Siglingaleiðin með landi er hættuleg vegna skerja.

Beruneskirkja er í Djúpavogsprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Berunes er stórbýli og kirkjustaður á Berufjarðarströnd. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður og þar var útkirkja frá Berufirði. Þegar Berufjarðarprestakall var lagt niður, var sóknin lögð til Hofs og síðar Djúpavogs. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1874.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM