Neskirkja Reykjavík,

Meira um Ísland


NESKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Nessókn er byggðin vestan Hringbrautar að flugvelli, ásamt Skerjafirði og að bæjarmörkum Seltjarnarness.

Nesprestakall var stofnað 1940 ásamt Laugarnes - og Hallgrímsprestaköllum. Fyrir þann tíma var Dómkirkjan sóknarkirkja allra Reykvíkinga í þjóðkirkjunni. Var landsvæðið sem tilheyrði prestakallinu nokkuð stórt. Eða eins og stóð í lögum „liggur Nesprestakall að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkurbæjar vestan Reykjanesbrautar, Seltjarnarnes og Engey.“

Fyrsti prestur safnaðarins, sr. Jón Thorarensen, kom til starfa í byrjun ársins 1941.

Safnaðarstarfið fór fyrst fram í Háskólakapellunni og í skólanum á Seltjarnarnesi.

Kirkjan sjálf var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum kirkjan friðuð hið ytra sem dæmi um eina fyrstu nútímabyggingu á Íslandi.

Í kirkjunni er að finna glerverk eftir Gerði Helgadóttur og Leif Breiðfjörð.

Árið 1999 var nýtt orgel sett tekið í notkun og um leið voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni að innan.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM