Hofskirkja á Skagaströnd,

Meira um Ísland


HOFSKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi.  Hof var prestsetur á Skagaströnd, u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagastrandar).  Þar eru tóttir, sem kunna að vera af hofi, kallaðar Goðatóttir.  Í katólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Ólafi hinum helga, Noregskonungi..  Útkirkja var að Spákonufelli.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING

Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir hennar lagðar til Höskuldsstaða.  Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1876.  Veggir hennar eru múrhúðaðir að utan og þakið járnklætt.  Hún er turnlaus en með krossi á stafni.  Bogalagaðir gluggar tóku við af fernyrndum og ekkert söngloft er í kirkjunni.  Prédikunarstóllinn er ævagamall, trénegldur, með myndum af guðspjallamönnunum.  Altaristaflan er gömul og sýnir upprisuna (líklega íslenzkt verk).


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM