sólheimakirkja grímsnes

Meira um Ísland


SÓLHEIMAKIRKJA í GRÍMSNESI
 

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sólheimakirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi.

Arkitekt Sólheimakirkju var Árni Friðriksson hjá ASK arkitektastofu í Reykjavík  Aðrir hönnuðir eru Jón Guðmundsson verkfræðingur og Þór Stefánsson rafmagnstæknifræðingurUmsjón með smíði kirkjunnar höfðu þeir Agnar Guðlaugsson þáverandi framkvæmdastjóri Sólheima og Þorvaldur Kjartansson húsasmíðameistari.

Frú Magnes Þorkelsdóttir og dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, tóku fyrstu skóflustungu að Sólheimakirkju hinn 30. júní árið 2000.  Framkvæmdir hófust í ágúst árið 2002.  Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði kirkjuna hinn 3. júlí árið 2005, á sjötugasta og fimmta afmælisári Sólheima.

Sólheimakirkja er 238 m2 að stærð, rúmtak hennar eru 1160 m3.  Veggir eru steinsteyptir með torfhleðslu að utan. Þak kirkjunnar er úr timbri klætt með þakpappa og rekavið. Burðarvirki í þaki eru límtré.  Efnisval til byggingarinnar er í samræmi við þá stefnu Sólheima, að nota vistvæn efni.

Kirkjan rúmar 168 manns í sæti niðri en á lofti er aðstaða fyrir 26 manns, samtals 194.  Í anddyri er skrúðhús, fatahengi, salerni, ræsti- og tengiherbergi.  Kirkjan er fjármögnuð af Styrktarsjóði Sólheima með peninga og efnisgjöfum einstaklinga og fyrirtækja. Kirkjan var skuldlaus á vígsludegi.  Eigandi og ábyrgðaraðili að rekstri kirkjunnar eru Sólheimar ses
.

Sólheimar eru fyrsti staðurinn í heiminum, þar sem þjónusta við fatlaða er veitt utan stofnana og vistheimila og fatlaðir og ófatlaðir búa saman og deila kjörum.  Í apríl 1997 voru Sólheimar útnefndir fyrsta sjálfbæra byggðahverfið á Ísland af alþjóðasamtökunum „Global Eco-village Network”.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM