Stafkirkja að Litla-Bakka,

Meira um Ísland


GEIRSSTAÐAKIRKJA
í Hróarstungu

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Geirsstaðakirkja er tilgátutorfkirkja.  Frumgerðin er talin vera frá þjóðveldisöld (930-1262).  Steinunn Kirstjánsdóttir, fornleifafræðingur, stýrði uppreftri í landi Geirsstaða í Hróarstungu árið 1997.  Þar fundust stórt býli, lítil torfkirkja, langhús og tvær aðrar rústir.  Hringlaga garður var umhverfis rústirnar.

Árin 1999-2001 var Geirsstaðakirkja endurbyggð í landi Litla-Bakka undir leiðsögn Gunnars Bjarnasonar húsasmíða-meistara, Guðjóns Kristjánssonar, torf-hleðslumanns og safnstjóra Minjasafns Austurlands.  Fjármagn til verksins kom að mestu úr sjóðum ESB en líka frá Vísindasjóði Rannsóknarráði Íslands, Norður-Héraði og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.  Jóhanna Sigmarsdóttir, héraðsprestur í Hróarstungu, blessaði kirkjuna sumarið 2001 og samsumars var skírt í henni. 

Nýja Geirsstaðakirkjan  er rétt við veginn milli Litla-Bakka og Húseyjar.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM