Kjarvalsstofa Jóhannes Kjarval,

Gönguleiðir Ísland


Söfn á Íslandi


KJARVALSSTOFA
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Jóhannes Sveinsson Kjarval ólst upp í Geitavík en æskustöðvar hans eru á Borgafirði eystri.  Kjarvalsstofa er í félagsheimilinu Fjarðarborg.  Þar er reynt að varpa ljósi á „Jóa í Geitavík”, sem var á fimmta ári, þegar hann fluttist frá Meðallandi, þar sem hann fæddist.  Hann breytti listasögu landsins og er ástsælasti málari þjóðarinnar.

Hann dvaldi löngum fyrir austan á sumrin og málaði Dyrfjöllin og hið litríka landslag Borgarfjarðar og Víkna.  Altaristöfluna í kirkjunni málaði hann árið 1914.  Hún er einhver mesti dýrgripur Bakkagerðis og flestir ferðamenn berja hana augum.


Kjarvalsstofa fjallar um altaristöfluna og alla „hausana”, sem Kjarval málaði.  Hann teiknaði þá flesta af sveitungum sínum árið 1926.  Sýningin tengir þá á skemmtilegan hátt við nútímann.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM


Altaristaflan í Bakkagerðiskirkju, sem Kjarval málaði 1914.