Laufás,

Söfn á Íslandi


LAUFÁS

Gamli bærinn í Laufási, sem nú stendur og er í umsjá þjóðminjavarðar, var byggður um miðja 19. öld sem prestssetur. Elzta bæjarhúsið var reist um 1840. Séra Björn Halldórsson lét byggja við bæinn á árunum 1866-1870 og lagfæra gamla hlutann. Gamli bærinn í Laufási þykir mjög stílhreinn burstabær og er dæmigerður fyrir íslenzka bæjargerð en allmiklu stærri.

Algengt var að 20-30 manns byggju í Laufási, því margt vinnufólk þurfti tið að nytja jörðina, sem er mikil kostajörð, gróðursæl, með fiski í ánni og dúntekju við ströndina. Bærinn er nú varðveittur og opinn sem safn, samt ekki munasafn. Konur í Kvenfélaginu Hlín hafa safnað gömlum munum og áhöldum og gefið í bæinn, svo að gestir geti séð hvernig umhorfs var, þegar búið var í honum. Bærinn var endurbyggður 1956 og mikil viðhaldsvinna fór fram á árunum 1978-1980. Magnús Snæbjörnsson, bóndi á Syðri-Grund sá um þær framkvæmdir.

Síðasti prestur, sem bjó í bænum, séra Þorvarður Þormar, flutti árið 1936 í prestssetrið, sem nú er gestastofa, og síðan hefur ekki verið búið í bænum. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga kl. 10:00-18:00 frá 1. júní til 15. september.

Dalsmynni tengir Eyjafjörð við Fnjóskadal skammt norðan Laufáss og sunna Grenivíkur.  Það er skarð, sem Fnjóská hefur breikkað og beggja vegna þess eru 800-1000 m há fjöll.  Fossarnir í ánni voru gerðir laxgengir.  Á veturna er Dalsmynni oft eina færa leiðin milli landshluta, en þó verður að gefa snjóflóðahættu gaum.

LAUFÁS NÁNAR
LAUFÁSKIRKJA


.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM