Laufás,

Söfn á Íslandi

MINJASAFNIÐ . . LAUFÁSKIRKJA

LAUFÁS
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Prestssetrið og kirkjustaðurinn Laufás stendur sunnan við Dalsmynni, þar sem Fnjóská rennur til sjávar. Austan bæjar er Laufáshnjúkur og frá bæjarstæðinu er útsýni mikið og gott. Talsverð uppbygging varð á staðnum árin 1999 og 2000, m.a. var byggður nýtt prestssetur og hið gamla nýtt sem þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn.

Laufás er einn þeirra mörgu staða í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem hafa fundizt kuml úr heiðni og má því ætlað að staðurinn hafi byggzt snemma á sögulegum tíma. Kenningar eru uppi um að þar hafi staðið hof Odds Ásólfssonar í Höfða og líklega hefur verið kirkja það frá fyrstu kristni. Margir merkir prestar hafa setið staðinn og hins fyrsta er getið árið 1047. Gamli bærinn í Laufási er mjög stílhreinn burstabær, sem er í umsjá þjóðminjavarðar. Elztu hlutar hans eru frá 1840. Það er óhjákvæmilegt að líta við á Laufási á leið sinni um Eyjafjörð.

Dalsmynni tengir Eyjafjörð við Fnjóskadal skammt norðan Laufáss og sunna Grenivíkur.  Það er skarð, sem Fnjóská hefur breikkað og beggja vegna þess eru 800-1000 m há fjöll.  Fossarnir í ánni voru gerðir laxgengir.  Á veturna er Dalsmynni oft eina færa leiðin milli landshluta, en þó verður að gefa snjóflóðahættu gaum.

LAUFÁSKIRKJA
Staðurinn Laufás kemur fljótt við sögu eftir að land byggðist. Kirkjur hafa staðið þar frá fyrstu kristni og voru helgaðar Pétri postula í katólskum sið. Núverandi kirkja var byggð 1865, 62 m² og rúmar 110 manns í sæti. Yfirsmiður var Tryggi Gunnarsson (Hallgilsstaðir, S.-Þing.) og verkstjóri og aðalsmiður Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Dalsmynni.

Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, sem ber ártalið 1698. Á honum eru útskornar myndir guðspjallamannanna fjögurra með Kristi konungi fyrir miðju með ríkiseplið í vinstri hendi. Fangamark séra Geirs Markússonar, sem var prestur í Laufási á þessum tíma, er efst á stólnum. Tryggvi Gunnarsson gróðursetti reynivið, sem stendur við austurgafl kirkjunnar á leiði foreldra hans. Séra Björn Halldórsson var aðalhvatamaður byggingar kirkjunnar 1865. Hann lét einnig byggja upp bæinn á árunum 1866-1870.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM