Sjóminjasafnið á Eyrarbakka,

Söfn á Íslandi


SJÓMINJASAFNIÐ EYRARBAKKA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

SjóminjasafniðÍ safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherzlu á sjósókn, iðanað og félags- og menningarsögu síðustu aldar eða svo.  Safnið var stofnað fyrir forgöngu Sigurðar Guðjónssonar, skipstjóra.  Það var opnað árið 1989.  Stærsti og merkast safngripurinn er áraskipið Farsæll, sem Steinn Guðmundsson skipasmiður á Eyrarbakka smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi.  Farsæll er tólfróinn teinæringur með svokölluðu Steinslagi, en Steinn smíðaði yfir fjögur hundruð skip.  Bátar með Steinslagi þóttu henta sétlega vel í brimverstöðvunum á Suðurlandi.  Í safninu er einnig talsvert af ljósmyndum til sýnis.  Þá er í eigu safnsins beitningaskúr frá 1925, en þá var blómaskeið vélbátaútgerðar á Eyrarbakka.  Allsérstæð klæðning er á vesturhlið skúrsins, þar sem lítill árabátur var tekinn og flattur út og negldur þannig upp á vegginn.

Op:
Í júní, júlí og ágúst kl. 11-17 alla daga vikunnar.
Í apríl, maí, september og október kl. 14-17 á laugardögum og sunnudögum.
Á öðrum tímum er opið eftir samkomulagi.
Forstöðumaður: Lýður Pálsson


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM