Galtastadir fram Hroarstungu,

Gönguleiðir á Íslandi


Söfn á Íslandi


GALTASTAÐIR FRAM
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

GaltastaðirÁ Galtastöðum fram er lítill torfbær frá 19. öld af svokallaðri Galtastaðagerð, sem hvorki telst til sunnlenskrar né norðlenskrar gerðar torfbæja, heldur á rætur í fornugerð og í stað þess að baðstofa liggi samsíða öðrum framhúsum, snýr hún, torfklædd, samsíða hlaði.
 

Í bænum er fjósbaðstofa, reist 1882 af Jóni Magnússyni snikkara, þar sem niðri er fjós en baðstofa er uppi yfir og nýttist ylurinn frá kúnum til húshitunar. Áður mun hafa verið tvíbýlt á jörðinni og stóðu þá tvær baðstofur að baki núverandi húsa.

Bærinn hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1976. Hann er því miður í mjög bágu ásigkomulegi og er ráðgert að fara í gagngerar viðgerðir á honum á næstu árum. Útihús eru víða uppistandandi og fátt sem bendir til þess að nútíminn hafi haldið innreið sína á svæðið.

Karl Jónsson, 471-3038, 661-7538.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM