Pakkhúsið í Ólafsvík,

Söfn á Íslandi


PAKKHÚSIÐ í ÓLAFSVÍK
.Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hans Clausen, kaupmaður, varð fyrir því óláni að hluti verzlunarhúsa hans brann árið 1843.  Árið eftir lét hann byggja pakkhúsið og krambúðina.  Húsið er óvenjulegt á ýmsan hátt og er frá tímum endurskipulagningar og breytinga í íslenzkri verzlun eftir afnám einokunarverzlunarinnar 1787.  Það er bindingshús með sperruþaki.  Að utan er það klætt viðarborðum með listum á samskeytum.  Þakið var með tvöfaldri viðarklæðningu og vafalaust tjargað í upphafi.  Pakkhúsið var friðað 1978 og gert upp í umsjá Harðar Ágústssonar listmálara.  Þar er nú safn og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM