Baugsstaðabúið,

Söfn á Íslandi


BAUGSSTAÐABÚIÐ

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar byggt rjómabú, sem var rekið lengst allra slíkra í landinu, allt til 1950.

Húsinu og tækjum og tólum rjómabúsins hefur verið haldið við auk bunustokks og vatnshjóls utandyra, sem knúðu hugvitsamlegar vélar safnsins.

Fyrsta rjómabúið var stofnað á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 10. júlí 1900.  Árið 1910 voru þau orðin 33, flest á Suðurlandi, 19 talsins.  Aðalvandamálið við rekstur búanna var samgönguleysið.  Þessi bú voru yfirleitt félagsbú, sem innleggjendur ráku sjálfir.  Tala félagsmanna við hvert bú var misjöfn en smám saman bættust fleiri bændur í hópana.
Opið: 1.7.-1.9.: lau.-sun.: 13 -18 og eftir samkomulagi við safnvörð, sími 486 3369


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM