Hólar í Hjaltadal,

Meira um Ísland


VIÐINES í HJALTADAL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 Víðines er næsti bær við Hóla.  Hinn 9. september 1208 háðu Guðmundur biskup Arason og Kolbeinn Tumason eina stórorrustu sturlungaaldar.  Kolbeinn var einhver voldugasti höfðingi Norðurlands og varð til þess, að Guðmundur var kjörinn biskup nauðugur.  Þeir urðu síðan hinir mestu fjandmenn.  Í Viðinesbardaga var Kolbeinn með 400 manna lið en Guðmundur var fáliðaðri.  Þarna féll Kolbeinn, fékk stein í höfuðið, og menn hans hörfuðu.  Jeppavegur liggur upp um Hálsgróf að eyðibýlinu Fjalli í Kolbeinsdal frá Víðinesi.  Þessi leið var fjölfarin fyrrum, þegar Kolbeinsdalur var í byggð og enn þá var ferðast um Heljardalsheiði milli Hóla og Svarfaðardals.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM