Gaumlisti fyrir göngufólk


Áhugavert

ALMENNINGAR


Mýrdalsjökull


Eyjafjallajökull


Torfajökull


Tindfjallajökull


Markarfljót


Mælifellssandur


Jökulgil


Annað á Landmannaleið


Áhugaverðir staðir um allt land í stafrófsröð


Friðland að Fjallabaki


Gönguleiðir á hálendinu


GÖNGULEIÐ
LAUGAVEGUR
LANDMANNALAUGAR - ÞÓRSMÖRK

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Gönguleið Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav


Áætlun Þórsmörk


Áætlun
Landmannalaugar


Áætlun
Reykjavík-Skógar


Gisting á hálendinu


Ferðafélag Íslands Iceland


Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir á Íslandi

Beittu músinni á staðina á kortinu til að fá ítarlegri upplýsingar um gönguleiðina. Grænalínan sýnir gönguleiðina Landmannalaugar Þórsmörk

GÖNGULEIÐ LAUGAVEGUR
LANDMANNALAUGAR - ÞÓRSMÖRK

Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst við þessa leið á undanförnum árum. Leiðin er stikuð og skálar eru í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og í Fremri-Botnum við Syðri-Emstruá auk leitarmannaskála í Hvanngili og Hattfellsgili, þannig að dagleiðir eru þægilegar. Tæpast er hægt að finna fegurra og litskrúðugra landslag til að ganga um en á þessari leið. 

Fyrsti áfangi úr Landmannalaugum liggur í Hrafntinnusker, 10-12 km með 470 m lóðréttri hækkun og 50 m lækkun. Göngutíminn er 4-6 klst. 

Annar áfangi endar við Álftavatn, 10-12 km með 490 m lóðréttri lækkun. Göngutími er 4-5 klst.

Þriðji áfanginn liggur til Fremri-Botna við Syðri-Emstruá, 16 km með 40 m lóðréttri lækkun. Göngutíminn er 5-6 klst.

Fjórði áfanginn endar í Þórsmörk, 15-16 km með 300 m lóðréttri lækkun og 100 m hækkun um mishæðótt land. Göngutíminn er 5-6 klst.

Leiðin frá skála Útivistar í Básum yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. Uppi á hálsinum er nýlegur skáli Útivistar, þannig að hægt er að skipta göngunni milli tveggja daga, 5 klst. hvorn dag. Leiðin er vel stikuð, en bæði slóð og stikur hverfa í snjó efst. Nauðsynlegt er að vera vel búinn, því allra veðra er von. Árið 1970 urðu illa búnir göngumenn úti á hálsinum. 

Bent skal á bókina „Gönguleiðir að Fjallabaki” eftir Guðjón Ó. Magnússon til frekari glöggvunar.


Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

Kynnisferðir eru með áælun um Fjallabak syðri,  sem gefur möguleika á 2ja daga gönguferðum:  Reykjavik-Fjallabak Sydri 

Álftavatn-Emstrur-Þórsmörk:


Fyrsti áfangi liggur frá Álftavatni til Fremri-Botna við Syðri-Emstruá, 16 km með 40 m lóðréttri lækkun. Göngutíminn er 5-6 klst.
Annar áfangi frá Emstrur og endar í Þórsmörk, 15-16 km með 300 m lóðréttri lækkun og 100 m hækkun um mishæðótt land. Göngutíminn er 5-6 klst.

Álftavatn-Hrafntinnusker-Landmannalaugar:

Fyrsti áfangi liggur frá Álftavatni í Hrafntinnusker, 10-12 km. Göngutími er 4-5 klst.
Annar áfangi liggur frá Hrafntinnuskeri, 10-12 km til Landmannalauga. Göngutími er 4-6 klst. 

Sjá áætlun Kynnisferða:

SKÁLAR Á GÖNGULEIÐINNI LANDAMANNALAUGAR - ÞÓRSMÖRK
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM