gönguleiðir reykjanes suðvesturland,
Gönguleiðir Ísland


Reykjanesfólkvangur


GÖNGULEIÐIR
REYKJANES

Smelltu á göngukarlana til að opna landshlutana og þéttbýlisstaðina til að finna frekari upplýsingar!  Grænar línur tákna helztu gönguleiðirnar!
Gönguleiðir Vesturland Gönguleiðir höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir Suðurland Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Álftanes Bessastaðahreppur Hafnarfjörður Keflavík Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Njarðvík Reykjanesbær Hafnir Reykjanesbær Vogar Garður Sandgerði Reykjanesbær Bláa lónið Grindavík Þorlákshöfn

Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun.  Hérna er aðeins getið helztu leiðanna og jafnframt bent á fjölda bóka og bæklinga, sem tíunda fleiri möguleika.  Víða er forvitnilegt að staldra við á leiðinni og skoða umhverfið betur.  Mörg fjöll og svæði eru áskorun til frekari athugunar.  Fjallaskálarnir eru upplagðar miðstöðvar fyrir alla, sem vilja kynnast umhverfinu betur áður en haldið er áfram á endastöð.

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English

 


ALMENNINGAR

BRENNISTEINS
FJÖLL

FESTARFJALL SELATANGAR

GARÐSKAGI

HAFNABERG

HAFUR
BJARNARST
.

HERDÍSARVÍK

KALMANS
TJÖRN

KEILIR

REYKJAVEGUR

TRÖLLA
DYNGJA

ÞRÁINS
SKJÖLDUR

ÖGMUNDAR
HRAUN
     

AÐRAR GÖNGULEIÐIR á REYKJANESI

Vogar-Njarðvík.
Ævagömul leið liggur um Reiðskarð yfir Vogastapa og Grímshól.

Vogar-Grindavík.
Þessi leið er kölluð Skógfellaleið (6-7 klst.).

Vogar-Reiðskarð-Grímshóll-Snorrastaðatjarnir-Hábjallar-Vogar.
Milli Snorrastaðatjarna og Hábjalla er gengið eftir misgengi, sem líkist Almannagjá á Þingvöllum.

Bergið í Keflavík.
Þar er útivistarsvæði með gönguleið á bjargbrúninni til Helguvíkur.


Fitjar-Grindavík
.
Skipastígur er ævagömul leið (5 klst.).

Hafnir-Hafnaberg.
Ganga frá bílastæði við veginn tekur u.þ.b. 40 mínútur.  Þar er brúin milli heimsálfanna og hægur vandi að ganga yfir hana að Stömpum.  Á þessum slóðum gaus síðast í kringum 1250.

Utanvert Reykjanes.
Þar er hægt að ganga á marga útsýnisstaði, s.s. Skálafell, Háleyjarbungu og Sýrfell, og jafnvel um Eldvörp alla leið í Bláa lónið.

Hverasvæðið á Reykjanesi.
Á Reykjanesskaganum eru talin vera 5 háhitasvæði og þetta er í röð hinna öflugustu á landinu.  Þar verður að fara um með gát og sjá fótum sínum forráð.  Merkastur hvera þarna er Gunnuhver.


Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM